Frægðin er handan við hornið

Nú í ágúst og september standa yfir tökur á kvikmynd byggða á bókinni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson og það er Elfar Aðalsteins sem leikstýrir. Tökur fara fram á Þingeyri.

Nú er leitað að auka/bakgrunnsleikurum, „ALLSKONAR áhugasömu fólki“ segir Steingrímur Rúnar Guðmundsson hjá Doorway Casting. „Við leitum að minnsta kosti eftir þremur aðilum af asískum uppruna, engar kröfur um reynslu í kvikmyndaleik og ekki er farið með línur í þessum verkefnum, og það er greitt fyrir viðvikið“.

Umsóknir skulu berast til denni@doorway.is með upplýsingum um aldur, netfang og síma. Með umsókninni þarf að fylgja mynd af andliti og upplýsingar um hvort megi skerða hár eða skegg, þar sem myndin gerist á árunum 1988 til 1992. Helstu skó- og fatastærðir þurfa líka að fylgja með.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Steingrími í síma 822 2002.

Bryndis@bb.is

DEILA