Eyrarkirkja í Seyðisfirði

Eyri hefur löngum veriði kirkjustaður íbúa Seyðisfjarðar og hún var helguð Pétri postula í katólskri tíð.

Nokkrar hinar síðari aldir var hún hluti af Ögurþingum en var sett undir Ísafjörð árið 1970.
Hún var friðuð 1. janúar 1990.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1866. Hún er járnklætt timburhús.

Meðal dýrmætra muna hennar eru norskur skírnarfontur úr tálbusteini með gamalli messingskál. Hann er gjöf norskra hvalveiðara.
Kaleikur og patína úr silfri með ártalinu 1885 og nafni Björns Árnasonar.
Ártalið á kirkjuklukkunni er 1526.

Guðmundur Bárðarson bóndi á Eyri lét byggja núverandi kirkju árið 1866. Eyrarkirkja er bændakirkja og er í einkaeigu.
Síðasti ábúandi á Eyri lést árið 2000.

Í kirkjugólfi er hleri sem hægt er að opna. Þar undir er legsteinn og er hægt að lesa á steininn, en ártalið á steininum er frá því 1600.

DEILA