Bolvíkingurinn Andri Rúnar til Esbjerg

Knatt­spyrnumaður­inn Andri Rún­ar Bjarna­son hef­ur gert tveggja ára samn­ing við Es­bjerg í Dan­mörku. Kem­ur hann til fé­lags­ins frá Kaisers­lautern í Þýskalandi.

Ólaf­ur Kristjáns­son tók við Es­bjerg á dög­un­um og mun fram­herj­inn því spila fyr­ir landa sinn, en Es­bjerg féll úr dönsku úr­vals­deild­inni á síðustu leiktíð og niður í B-deild­ina. Keppni í deild­inni hefst 10. sept­em­ber.

Andri Rún­ar er 29 ára og lék hann tíu leiki með Kaisers­lautern í C-deild Þýska­lands á síðasta tíma­bili en tókst ekki að skora mark. Hann missti mikið úr vegna meiðsla á tíma­bil­inu.

Varð hann markakóng­ur í sænsku B-deild­inni árið 2018 er hann gerði 16 mörk í 27 leikj­um með Hels­ing­borg og í efstu deild hér á landi árið á und­an er hann skoraði 19 mörk í 22 leikj­um með Grinda­vík.

DEILA