Atvinnuleysi í lok júní

Í skýrslu Vinnumálastofnunar í lok júní kemur fram að atvinnuleysi á Vestfjörðum er með því minnsta á landinu. 4,4% kvenna og 4,9% karla eru atvinnulaus á Vestfjörðum en meðalatvinnuleysi á landinu öllu er 9,3% hjá konum og 9,7% hjá körlum. Vestfirðir skera sig úr að því leyti að þar er atvinnuleysi kvenna minna en atvinnuleysi karla, það ástand einkennir aðeins Vestfirði og Höfuðborgarsvæðið. 

Ástandið virðist bitna mun verr á erlendum ríkisborgurum því heildaratvinnuleysi þeirra var 21,5%

Á vef stofnunarinnar er birt svokallað „Mælaborð“ þar eru nú komnar inn tölur til loka mars þar sem glöggt má sjá mikil áhrif Covid á atvinnuleysi sveitarfélaga á Vestfjörðum. Fjöldi atvinnulausra fer úr samtals 115 einstaklingum í lok febrúar og upp í 407 einstaklinga í lok mars.

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru nú lokaðar vegna COVID-19, það er gert af öryggisástæðum svo að tryggt verði að atvinnuleitendur fái greiddar atvinnuleysisbætur, segir á vef Vinnumálastofnunar.

bryndis@bb.is

DEILA