Viltu búa til flugdreka ?

Um næstu helgi verður spennandi námskeið á Núpi í Dýrafirði.
Þar verður boðið upp á flugdrekasmiðju.
Í þessari flugdrekasmiðju sem er fyrir alla fjölskylduna verður kennt að búa til og fljúga
flugdreka á öruggan hátt.
Námskeiðið er frá kl 11-14 og er haldið 1 og 3 ágúst.
Þátttöku- og efnisgjald er aðeins 1500 krónur.

Kennari er Arite Fric en hún lærði skiltagerð sem hefðbundið handverk í Þýskalandi árin 1994-97 og lauk BS gráðu í grafískri hönnun í Fachschule fyrir Werbegestaltung í Stuttgart og hefur unnið bæði í Þýskalandi og síðan frá 2004 á Íslandi.

Árið 2015 hlaut hún meistaragráðu í hönnun við Listaháskóli Íslands með verkefninu “Hugarflug Playful Workshops” sem hún er að þróa áfram.

Sumarið 2016 hlaut hún diplómagráðu í listkennslu við LHÍ. Á undanförnum þremur árum hefur hún rannsakað og fundið ástríðu fyrir menningarheimi flugdreka og listsköpun og lífs- og leikgleði tengda því.

Hún hefur kennt flugdrekagerð og skapandi smiðjur fyrir alla aldurshópa undanfarin 2 ár meðal annars í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Listasafn Árnesinga og í Búðardal og hefur starfað síðan í ágúst 2016 sem myndmennta- og flugdrekakennari í grunnskólanum í Reykholti í Biskupstungum.

DEILA