Vestfirðir:102 þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum í fyrra

Til Vestfjarða koma 102 þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Cruise Iceland fyrir 2019.

Til Ísafjarðar komu 126 skemmtiferðaskip með 98 þúsund ferðamenn og til Vesturbyggðar komu 26 skip með 4 þúsund ferðamenn. Er þetta mikil aukning frá 2015 þegar aðeins 1 skip kom til Vesturbyggðar og 61 skip til Ísafjarðar.

Alls komu 550 þúsund ferðamenn á síðasta ári með skemmtiferðaskipum til landsins. Var Ísafjarðarhöfn  í 3. sæti bæði í fjölda skipa og fjölda ferðamanna á eftir Faxaflóahöfnum og Akureyri.

Cruise Iceland eru samtök hafna og þjónustuaðila í ferðaþjónustu sem vinna að því að fá skemmtiferðaskip til landsins og  stuðla að fjölgun viðkomustaða á Íslandi og lengja dvöl skipa í höfn. Bæði Vesturbyggð og Ísafjarðarbær eru aðilar að samtökunum.

Peter Wild framkvæmdi sumarið 2018 að beiðni Cruise Iceland og Hafnarsambands Íslands könnunin meðal farþega á skipum Costa og Cunard og spurt var um útgjöld og hvernig tímanum í landi var varið.

Niðurstöður voru mjög sláandi. Áætlað er að heildar bein eyðsla farþega og áhafnar hafi verið um 9,2 milljónir evra eða um 1300 milljónir króna. Bein störf eru talin hafa verið 62.

Þegar reiknuð eru afleidd áhrif af þessari innspýtingu inn í hagkerfið á Ísafirði telur Peter Wild að  heildar áhrifin séu tvöfalt meiri, tekjur upp á 2,6 milljarða króna og 134 störf.

Það þýðir að hver milljón evra í útgjöldum erlendu gestanna skilaði um 14 störfum á svæðinu.

DEILA