Tálknafjörður: veita engin svör

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps hefur ekki enn svarað fyrirspurn Bæjarins besta frá 16. júní þar sem beðið er um skýringar á afstöðu sveitarstjórnar til þátttöku í endurnýjun 11  hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Ríkið greiðir 85% kostnaðarins og sveitarfélögin á þjónustusvæðinu, Vesturbyggð og Tálknafjörður greiða samanlagt 15%.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ákvað á fundi sínum 9. júní að hafna því að taka þátt í verkefninu.

Ólafur Þór Ólafsson boðaði í svari þann 21. júní að hann myndi þann dag eða daginn eftir senda nokkrar línur varðandi hjúkrunarheimilið.

Þær línur hafa ekki borist þrátt fyrir eftirgangsmuni síðan.

Því liggur ekki fyrir hvers vegna sveitarstjórnin hafnaði því að taka þátt í verkefninu.

DEILA