Súðavík: Malbikað í Raggagarði

Það var mikið um að vera í Raggagarði í Súðavík í síðustu viku.

Hlaðbær Colas kom og malbikaði bílastæði garðsins. „Það er aldeilis orðið flott og hægt að leggja þar“ segir Sesselja Vilborg Arnarsdóttir. Síðar verður málað hvítar línur sem afmarka bílastæðin.

Vinnuskóli Súðavíkur ásamt vinnuskóla Bolungarvíkur voru að  taka til í gróðrinum í garðinum og lítur garðurinn vel út í sumar.

Þann 4 júní var ráðin starfsmaður í Raggagarði til að mála og sinna þessum stóra garði yfir sumarið. Þetta er tilraunarverkefni í sumar til að fjölga störfum í heimabyggð fyrir ungt fólk. Tveir voru ráðnir í 50% starf hvor. Það eru þeir Hinrik Jónsson og Matthias Scott.

DEILA