Skipulagsstofnun: betri vegir – meiri útblástur

Á visir.is var í dag vakin athygli á röksemdarfæslu Skipulagsstofnunar gegn þverun Vatnsfjarðar við Flókalund. Stofnunin hefur birt álit sitt á mati á umhverfisáhrifum af því að leggja nýjan veg frá Vatnsfirði og yfir Dynjandisheiði og að Mjólká.

Það er Vegagerðin sem leggur skýrsluna fram og kynnir nokkrar vegleiðir sem taka þarf afstöðu til. Meðal annars eru nokkrar valkostir í Vatnsfirðinum. Annars vegar leiðir þar sem farið er áfram fyrir fjörðinn og svo aðrar leiðir þar sem þverað er yfir fjörðinn.

Vatnsfjörðurinn er í friðlandi og eðlilega er umdeilt að leggja veg um það.

Skipulagsstofnun leggst gegn þverun og kemur með athyglisverða röksemdafærslu á bls 30 í áliti sínu. Feitletrun er Bæjarins besta:

„Vegagerðin kemst að þeirri niðurstöðu að veglínur F, F2 og F3 komi til með að hafa nokkuð jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar stytta núverandi vegalengdir. Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur. Að því sögðu telur stofnunin að vægi áhrifa allra kosta á áfanga I séu óverulega neikvæð.

 

DEILA