Rúmlega 300 strandveiðibátar sektaðir í maí

Smábátar í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Strand­veiðibát­ur hafa heim­ild til að fara í 12 veiðiferðir í mánuði og er há­marks­afli hverr­ar ferðar 650 ÞÍG kg.

Þegar bát­ur veiðir meira en 650 ÞÍG kg verður sá afli ólög­mæt­ur sjáv­ar­afli en er engu síður dreg­inn frá heild­arafla­heim­ild­um á strand­veiðum.

Samtals 315 bátar komu með umframafla í maí samtals 37 tonn og munu út­gerðir þeirra báta sem lönduðu of mikl­um afla vera sektaðar um rúm­lega 8,6 millj­ón­ir króna sem munu renna í rík­is­sjóð og nemur sektin um 27 þúsund krónum að meðaltali á hvern bát.

Út­gerðir þeirra tíu báta sem veiddu mest­an um­framafla í maí greiða sam­tals 1,1 millj­ón af sekt­ar­upp­hæðinni.

DEILA