Reykjanes: Orkubúið tilbúið i þríhliða viðræður

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að Orkubúið vilji gjarnan selja heitt vatn til notenda í Reykjanesi og sé að sjálfsögðu tilbúið til að fara yfir það mál í þríhliða viðræðum við ferðaþjónustuna og Ísafjarðarbæ með það að markmiði að ganga frá samkomulagi á milli aðila og eyða allri óvissu.

Aðspurður um áhrif af sérsamningum við einn notanda á öðru verði en til annarra sambærðilegra notenda segir Elías að OV þurfi að sjálfsögðu að horfa til jafnræðisreglu hvað þetta varðar, en að sama skapi að horfa til þjónustustigsins sem veitt er.

„Þá er það vilji OV að skapa góðan jarðveg fyrir atvinnustarfsemina á staðnum sem er lykilatriði til að efla hitaveituna og skapa tekjur til að standa undir frekari fjárfestingum.“

 

 

 

DEILA