Ný þyrla til Landhelgisgæslunnar

Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera nýjustu þyrluna í flota Landhelgisgæslunnar tilbúna til notkunar.

Vélin er af gerðinni Airbus H225, líkt og hinar tvær leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.

Hún var framleidd árið 2014 og var áður í notkun hjá Bristow í Noregi.

Leigusamningur við Knut Axel Ugland Holding var undirritaður þann 19. júní.

Fyrr á árinu var ákveðið að TF-LIF sem verið hefur í þjónustu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1995 verði seld en hún var framleidd árið 1986.

Ríkiskaup vinna nú að undirbúningi á sölu þyrlunnar.

Eins og sjá má á myndinni kemur þyrlan til með að bera einkennisstafina TF-GNA og verður þar með þriðja þyrlan í sögu Gæslunnar sem það gerir. Gert er ráð fyrir að vélin verði tekin í notkun um áramótin.

DEILA