Mun meiri afli í júní í ár en í fyrra

Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 62 þúsund tonn í júní 2020.
Botnfiskafli jókst um 23%. Þorskafli var um 35 þúsund tonn, 6355 tonnum meira en árið áður.

Tæpum 22,3 þúsund tonnum af uppsjávarafla var landað í júní 2020. Megin uppistaða þess afla var kolmunni, um 13,5 þúsund tonn og makríll 7 þúsund tonn. Enginn uppsjávarafli veiddist í júní í fyrra.
Einnig varð aukning í flatfiskafla um 54% og í skelfiskafla um 14%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2019 til júní 2020 var rúmlega 999 þúsund tonn sem er 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 38,2% meiri en í júní 2019.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og þar kemur einnig fram að um er að ræða bráðabirgðatölur sem byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

DEILA