Ísafjörður: lenging Sundabakka -hönnun stálþils lokið

Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóri  gerðir grein fyrir stöðu mála varðandi lengingu Sundabakka á fundi hafnarstjórnar í gær.

Í minnisblaði hans kemur fram að  skýrsla vegna umhverfismats er væntanlega að klárast og komið í lokaferli.

Stálþilshönnum lauk fyrir síðustu mánaðarmót og er í útboði á vegum Ríkiskaupa. Samkvæmt þeim tímaramma sem nú er þá má gera ráð fyrir að stálþilið verði komið til Ísafjarðar í desember nk.

Hönnun á fyrirstöðugarði er í vinnslu og má gera ráð fyrir að það verk verði boðið út í ágúst næst komandi og muni vera unnið í september til desember. Þarna er um að ræða upptekt á grjótgarði sem nú myndar strandlengjuna sunnan við Sundabakka og verður grjótinu komið fyrir á Suðurtangasvæðinu og mun verða notað í sjóvarnir bæjarins. Efnið sem keyrt verður fram í fyrirstöðugarð mun nýtast sem lokun á lónið sem dælt verður upp efni sem kemur upp í dýpkuninni fyrir framan stálþilið.

DEILA