Ísafjarðarbær: 14 m.kr. kostnaður vegna bæjarstjóraskipta og 12 m.kr. í sérfræðiskýrslur

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar afgreiddi í morgun breytingu á fjárhagsáætlun ársins. Útgjöld hækka um 26 milljón króna og á móti hækka framlög frá ríkinu um 5 milljónir króna. Er eendurgreiðslan það vegna umsóknar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra og hefur það verið samþykkt af ráðgjafanefnd jöfnunarsjóðs.

Laun og tengd gjöld hækka um 14 milljónir króna og er það vegna bæjarstjóraskipta. Liðurinn önnur sérfræðiþjónusta hækkar um 12,5 milljónir króna og verður 18 milljónir króna.

Fram kemur að skýrsla Haraldar Líndals Haraldssonar kosti 12 milljónir króna og að ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun  og að kostnaður vegna ráðningar sviðsstjórna  hafi verið 500 þúsund krónur.

DEILA