Hver eru verkefni sveitarfélaga?

Reykhólar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt uppfært yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.

Lögmælt verkefni sveitarfélaga eru í yfirlitinu flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða.

Verkefni eru lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau.

Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi.

Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélagaer að finna á vefsíðunni
https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit–skyrslur-og-skrar/L%c3%b6gm%c3%a6lt%20verkefni%20listi%20150720.pdf

DEILA