Hugleiðingar eftir sóttkví

Sóttkví, hvern hefði svo sem órað fyrir því.

Í húsunum í kring var einnig fólk í sóttkví, sumir í einangrun, sumir veikir.

Við erum öll saman í baráttu við stóran óvin, sem herjar í alla heimsbyggðina, líka á Smábæina. Líka á Krummaskuðin.

 

(Krummaskuð-Nárasskat-Útnári-Skítapleis….)

 

Það eru allir einhvernveginn tengdir blóðböndum smærri nánari einingum.

Frændfólk, foreldrar, vinir búa í einhverju krummaskuði úti á landi og í margra huga er það einhver nauðungarvist, fólk sé bókstaflega fast, fórnarlömb eigin örlaga.

Staðföst með öðrum orðum, mögulega ekki af neinu öðru en blóðböndum.

Slík staðfesta er þó ekki alltaf af nauðung til komin heldur val..

Ákvörðun tekin af einskærri staðfestu, ekki nauðugri staðfestu.

“Við getum, Við skulum, og Við munum!”

 

 

Slíkri staðfestu ber að hampa. Hún er það sem íslendingasögurnar byggja á, okkar arfur, Okkar menning.

En jafnvel beitt sverð er til lítils í nútíma baráttu og staðfast fólk fyllt eldmóð og eljusemi má sín lítils í baráttu við regluverk, formfestu og stundum staðla(sem sannarlega eru þó nauðsynleg sverð í sínum bardaga).

En ekki endilega þeim sem staðföstu frændur, vinir og fjölskyldumeðlimir Okkar

eru í.

Bundin veðri, vindum og öllum náttúruöflum er nefnilega bardaginn ekki háður á jafnsléttu. Heldur, tja:

 

“Upp á móti, upp í vindinn, á móti straumi.”

 

Við kennum börnum okkar vonandi að bera byrði þá leyfir vöxt, hamlandi byrði sligar nefnilega og eru mörg minni þorpin þannig sliguð.

Rekstur minni sveitarfélaga er nefnilega háður sömu reglum bardaga og þeirra stærri.

Þar bera þó fleiri byrðina, rekstur bæjar, skipulagningu deilda og sviða, samfélagsmál, íþróttir, (settu inn hér þinn nauðsynlegasta þátt samfélags).

 

En af staðfestu eru verkefnin leyst, mistök gerð, lært af fyrri verkefnum og stefna tekin. Og hver er sú stefna er varðar okkar staðföstu samfélög?

 

(Framleiðni-arðsemi-hagsæld.)

 

En ekki, lífsgæði, heilbrigði, öryggi?

Nú eftir erfiðan vetur voru áskoranir okkar hér á Vestfjörðum margs konar.

Samgöngur, afhendingaróöryggi raforku, farsóttir og náttúruhamfarir.

Við erum í einangrun, nær öll.

Við hittum ekki ástvini nema í gegnum rúðugler og myndsímtöl, við hittum ekki vini okkar í pottinum og við óttuðumst að nágrannar okkar, vinir væru næstir til að smitast.

Lífsgæði okkar eru skert, lífsgæði allra eru skert. Ekkert er sem áður var, EKKERT.

 

Við ættum líklegast að breyta neysluháttum.

Við verðum að gera næstu kynslóð betur undirbúna. Annars hefur okkur mistekist.

Við ættum líklegast að vera flinkari að virða okkar eldri matarhefðir (geymslu td)

Við ættum líklegast að nýta okkur inniveru undanfarins vetrar og skilgreina hvað lífsgæði séu í okkar tilfelli, hver eru þín mestu gæði í nærumhverfi?

Lífsgæði eru  falin í heilbrigðri sjálfsmynd í tryggu umhverfi.

Þar er umhverfisþátturinn stór, svo mjög að hann getur skyggt á allt annað.

Í smábæ eins og Bolungarvík er það augljóst hvernig allir hlekkir samfélagsins eru jafn mikilvægir. Hér erum við öll í sömu baráttunni, við reynum að passa hvert annað.

 

„Fæðuöryggi“, hvað er átt við?

 

Á þriðja degi ófærðar var ferskmeti búið fyrr í vetur og var þar gríðarlega alvarleg staða opinber.

Ekki er hægt að fulltryggja að stofnanir, heimili og vinnustaðir hafi næringarþörfum uppfyllt á tímum veðurofsa eða annara einangrandi þátta….

Er þar neyslumynstur okkar sem hefur grafið díki um öryggi okkar, við rétt og slétt veljum þægindi fram yfir raunverulegt öryggi.

Ekki er að teljanlegu ráði framleitt grænmeti né ávextir á okkar afmarkaða, erfiða svæði.

 

(Framleiðni-sjálfbærni-öryggi.)

 

Þarna liggur augljóst sóknarfæri, segið það upphátt…

„Við færum framleiðsluna NÆR neytandanum!!“

Getur það verið svo einfalt?

Þarna er átt við grundvallarbreytingu á uppbyggingu matarhagkerfis, við hreinlega gerum smærri samfélögum kleift að tryggja öryggi sitt heilsufarslega og efnahagslega með því að færa kaupin innan héraðs.

Virkja auðu rýmin, virkja aðgerðarlausu hendurnar, virkja vaxandi huga og byggja sterkara nærhagkerfi.

Efling matarhagkerfis okkar á vestfjörðum er þar keppikefli, að skapa raunverulegt og áþreifanlegt öryggi. Vinnustaði, matargarða, þekkingu.

Vestfirðir eru staðfast smærra samfélag. Við kennum börnum okkar að rækta grænmeti frá 8ára aldri, við leitum leiða til að styrkja matarhagkerfið OKKAR.

 

„Við getum, Við skulum, og Við munum vera sjálfbær.“

 

Og þá að hinni eiginlegu skilgreiningu smærri byggða, Ísland er smá byggð. Útnári, Krummaskuð…

Á milli ótengdra einstaklinga er sjaldan meira en einn milliliður (Aah, ertu þaðan já vinur, ég á frænda þar…)

Við getum gert betur, tja, amk gert börnunum okkar kleift að gera betur.

 

Með bestu kveðju.

Gunnar Ólafsson

 

DEILA