Hörður á sigurbraut og leikur á miðvikudaginn

Frá síðasta leik á Torfnesinu. Vestri gerði jafntefli við ÍBV. Gerir Hörður betur og sækir sigur?

Hörður Ísafirði sem leikur í 4. deildinni í knattspyrnu D riðli fékk lið KB úr Breiðholti i heimsókn á laugardaginn. Leikið var á Olísvellinum á Torfnesi. Skipti engum togum að Ísfirðingarnir  léku á alls oddi og röðuðu inn mörkunum. Þegar leik lauk höfðu Harðverjar skorað 6 mörk en Breiðhyltingar ekkert.

Á miðvikudaginn er leikur Harðar og Árborgar klukkan 19:00 á sama velli.

Árborg er í 3. sæti riðilsins og því um hörku leik að ræða.

„Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á völlinn og styðja við strákana okkar.“ segir í tilkynningu frá Viðburðarstofu Vestfjarða.

Fyrir þá sem ekki komast á völlinn, þá verður hann að sjálfsögðu í þráðbeinni hjá Viðburðastofa Vestfjarða og hægt að fylgjast með hérna: https://www.youtube.com/watch?v=g7_37pPzzWE

DEILA