Gistiheimilið Númi á Núpi: Jurtatínsla 6.ágúst

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir mun leiða  námskeið um jurtatínslu sem haldið verður á Núpi þann 6. ágúst n.k..

Hún hefur starfað sem grasalæknir síðan 1993, rekið Jurtaapótekið í 15 ár og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra.

Viðfangsefni námskeiðsins: Hvernig ber maður sig að í tínslu? Hvaða tæki og tól þarf ég? Hvernig á að finna jurtir og greina? Meðferð jurta eftir tínslu. Almenn notkun á jurtum te, seyði, smyrsli, bakstrar og gufubað. Virk efni.

10 algengar jurtir, farið vel yfir þær.

Útikennsla: Gengið um nokkur mismunandi svæði og íslenskar jurtir skoðaðar út frá efnum, litum, bragði, formum og fleiru, það er gaman að skoða jurtir út frá mismunandi sjónarhorni.

Dagskrá
10-12 bókleg kennsla

12-13 matur á hótelinu innifalin í gjaldi

13-16 útikennsla á mismunandi svæðum í kringum Núp.

Skráning inná: jurtaapotek.is

DEILA