Fjarstæður

Skjadlfannardalur er grænn og grösugur og hreint engin fjarstæða.

Indriði á Skjaldfönn setti saman skemmtilegt ljóð af öfugmælum eða fjarstæðum eins og hann kýs að nefna það.

Ekki er gott að ráða í hvað hafi orðið honum að þessu yrkisefni en hann sækir efnivið úr öllum áttum.

 

Tunglið er ostur sem enginn leið er að ná.
Afglapavæðingin loksins er brostin á.
Steindauður hundur hangir á öxlum á mér.
Hvað nú hann vill þar er erfitt að hugsa sér.
Bílastæðið er brennandi af fortíðarþrá.
Belgmikill köttur gengur það yfir á ská.
Forsætisráðherra labbandi í leið á fund.
Ljósvakamiðlarnir þegja dágóða stund.
Kvæði eins og þetta geta nú allir ort.
Yfirgripsmikinn skáldskap af bestu sort.
Rafræn skilaboð æða sem aldrei fyr.
Eflaust fær þetta kvæði magnaðan byr.

 

DEILA