Ferjan Baldur í viðgerð í Stykkishólmi

Ferjan Baldur sem bilaði í Flatey í síðustu viku hefur verið dregin til Stykkishólms þar sem viðgerð mun fara fram.

Í frétt á vefsíðu Sæferða síðasta fimmtudag segir að orsök bilunarinnar sé fundin, það fór ventill í head-i sem fór inn í túrbínuna og skemmdi hana.

„Nýjustu fréttir eru þær að það þarf að smíða eitthvað sem er kallað Dísuhringur og er tengt túrbínunni. Dísuhringurinn verður smíðaður í Danmörku og standa vonir til að hann verði klár ca í byrjun/um miðja næstu viku, þá kemur hann heim og í Hólminn eins hratt og hægt er.

Samsetning ætti að ganga hratt fyrir sig en rétt að vera ekki að spá mikið í hvenær Baldur gæti farið að sigla en samt sagt að það væri frábært ef það yrði fyrir aðra helgi (eftir viku) en það á eftir að koma í ljós, svona hlutir hafa tilhneigingu til að dragast eins og við þekkjum. Við vitum meira strax á mánudaginn næsta.

Þetta eru þær bestu upplýsingar sem við höfum hér á þessum tíma, ég tel rétt að taka þann pólinn en svo geta hlutir breyst í báðar áttir eins og við þekkjum.“

DEILA