Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 25 & 26

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 27 & 28 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Klárað var að malbika útskot sem eftir voru og er þá malbikunarvinnu lokið. Hvinraufar voru fræstar í miðju vegar eftir öllu malbikun. Unnið var við fyllingar undir steypta stétt sem kemur milli kantsteins og veggjar í göngunum.

 

Unnið var í tæknirýmum og fjarskiptahúsum við lagnavinnu og tengingar. Að auki var unnið við að koma upp skiltafestingum og neyðarsímaskápum og tengingu að þeim. Uppsetning ljósa fyrir veglýsingu í göngunum er hafin auk þess sem byrjað var að koma fyrir ljósastæðum fyrir kantlýsingu.

 

Unnið var við skeringar og fláafyllingar í veginum í Arnarfirði ásamt jöfnun undir neðra burðalag. Efni var keyrt í neðra burðarlag og neðri hluta efra burðarlags í syðsta hluta vegarins. Að auki var keyrt í vegfyllingu að brúnni yfir Hófsá og unnið við efnisvinnslu í Arnarfirði.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá veginn og vegagerð í Arnarfirði, fræsingu á hvinrönd og fyllingavinnu undir stétt í göngunum.

DEILA