Birgir Gunnarsson: harmar yfirlýsingu Í listans

„Ég get ekki og ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna hjá Ísafjarðarbæ og harma að það skuli gert með þessum hætti“ segir Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar aðspurður um viðbrögð hans við yfirlýsingu Í listans sem greint var frá í gær á bæjarins besta.

„Í hverjum mánuði eiga sér stað breytingar í mannahaldi sveitarfélagsins enda starfa hjá sveitarfélaginu u.þ.b. 450 starfsmenn. Þær breytingar eru ekki bornar undir bæjarstjórn enda ekki gert ráð fyrir að bæjarstjórn sé að íhlutast í einstök starfsmannamál. Það breytir því ekki að starfsmannamál geta verið viðkvæm og mikilvægt að nálgast breytingar í mannahaldi af virðingu og þess hefur verið gætt  í starfsmannamálum hjá Ísafjarðarbæ.“

 

DEILA