Act alone 2020 frestað

Við lifum á einstökum tímum segir Elfra Logi Hannesson, listrænn stjórnandi Act alone í tilkynningu. „Það hefði nú verið alveg einstakt fjör á Suðureyri í næstu viku, sérlega dagana 6. – 8. ágúst þegar Act alone hátíðin ætti að fara fram og það í 17. sinn. En enga vitleysu það verður að taka hlutina föstum tökum á þessum tímum svo Act alone verður ekki haldin í næstu viku. Við hlýðum Víði.“

Lítil Act síðar

Elfar Logi segir að  ætlunin sé  að halda Litla Act á Suðureyri síðar „en það verður ekki fyrr en við öll höfum náð tök á núverandi aðstæðum. Þá ætlum við að bjóða uppá einstaka listahátíð fyrir framtíðina, æskuna okkar. En einsog staðan er í dag þá er bara alveg ómögulegt að segja hvenær Litla Act á Suðureyri verður haldin nema það verður í komandi einstakri framtíð.
Stöndum saman samt ekki of þétt og við hlökkum til að sjá ykkur á Actinu í komandi framtíð.“

 

DEILA