Víkingahátíð á Vestfjörðum í júlí

Frá víkingasvæðinu á Þingeyri.

Ákveðið hefur verið að endurvekja víkingafélagið, Víkingar á Vestfjörðum, og verður efnt til hátíðar á Þingeyri í samvinnu við Rimmugýgi úr Hafnarfirði dagana 10.-12. Júlí næstkomandi.

Á hátíðinni verða bardagasýningar, eldsmíði leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður, vikingaleikir og fleira.

Aðgangur verður ókeypis á hátíðina.

Hópur áhugafólks um Gísla sögu Súrssonar í Ísafjarðarbæ stofnaði fyrir 15 árum  áhugamannafélagið Víkingar á Vestfjörðum. Félagið vann að því að endurlífga sögusvið Gísla sögu Súrssonar á svæðinu frá Önundarfirði til Barðastrandar. Merktir voru sögustaðir og helstu kennileiti sem tengjast sögunni svo og  gönguleiðir sem þekktar eru úr sögunni og unnið var að því að skapa alhliða þekkingarbrunn á svæðinu sem tengist lifnaðarháttum Víkinga.

DEILA