Vestri: öflugt stig og sanngjarnt

Frá fyrsta leik Vestra í deildinni, sem var gegn Leikni. Mynd: Baldur Smári Einarsson.

Karlalið Vestra í knattspyrnu sótti lið Leiknis í Breiðholti heim um helgina í 1. deildinni. Leiknum lauk með jafntefli 0:0. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra sagði að Leikni væri talið eitt af þremur bestu liðunum í deildinni  og því væri jafntefli gegn því á útivelli öflugt stig og sanngjarnt miðað við gang leiksins. Vestri hefði spilað agaðan varnarleik og hafi átt bestu færin í leiknum.

Það vantaði tvo leikmenn vegna meiðsla Pétur Bjarnason og Daníel Agnar. Bjarni sagðist vonast til þess að þeir yrðu klárir í næsta leik. Það verður fyrsti heimaleikur liðsins og leikið verður gegn Grindavík, sem talið er að muni í sumar vinna sér sæti í úrvalsdeildinni .

Bjarni Jóhannsson sagði að Vestri væri með lið sem ætti heima í 1. deildinni og sagðist hafa trú á því að liðið héldi sæti sínu í deildinni.

DEILA