Um Stjána bláa seint mun sagt

Kristján Þór Júlúusson er sjávarútvegsráðherra.

Indriði á Skjaldfönn er frekar beinskeyttur í kveðskap sínum og vandasamt að velkjast í vafa um meiningu hans á mönnum og málefnum.

 

 

 

Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi fær þessa vísu:

Franklín okkar byrjar best,

ber að fá því hrósann.

Fyrir austan hitti ‘ann hest

sem hugðist mundi kjósann.

 

Sjávarútvegsráðherrann sem Indriði nefnir gluggaskraut fær þennan dóm:

Gjörspillingar magnast magt

mjög um stjórnarbekki.

Um Stjána „bláa“ seint mun sagt,

“ að Samherja hann þekki.“

 

Og loks er það atlagan að Þorvaldi Gylfasyni, sem Indriði nefnir svo, og er ekki í vafa um hver sé ábyrgður á því að Þorvaldur var sviptur starfi sem ritstjóri norræns tímarits um efnahagsmál:

Hrúgast sök á Bjarnaben,

bófinn sá er ekki pen.

Aldrei fundist ærleg taug

í þeim syndum spillta draug.

 

DEILA