Súðavík: Tilraunauppdæling fyrir Íslenska kalkþörungafélagið

Dísa

Dísa skip Kalkþörungafélagsins var á dögunum á ferð inn í Djúp í til þess að hefja tilraunauppdælingu á kalkþörungi fyrir Íslenska kalkþörungafélagið.

Ferðin markar þannig ákveðinn áfanga í því verkefni að hefja uppdælingu og vinnslu á kalkþörungum í Súðavík.

Stefnt er að því að framkvæmdir við landfyllingu hefjist strax og fyrir liggur vinnsluleyfi og samningur um uppbyggingu verksmiðju í Álftafirði.

Halldór Halldórsson um borð í Dísu.

Halldór Halldórsson forstjóra Íslenska kalkþörungafélagsins var um borð áður en Dísa lagði í fyrsta tilraunatúrinn inn í Djúp.

Það verður áhugavert að fá fréttir af því hvernig til tekst og um framvindu verksins í heild.

DEILA