Súðavík: sætt og salt komið með nýjar vélar

Fyrirtækið Sætt og salt í Súðavík, sem er í eigu Elsu G Borgarsdóttur og Ásgeirs Hólm, er staðsett í Eyrardal í Súðavík. Það hefur nú fengið nýjar súkkulaðivélar og getur loksins aukið framleiðsluna til þess að mæta mikilli eftirspurn.

Vörur fyrirtækisins eru seldar í Bláa lóninu, Melabúðinni í Reykjavík og í verslunum Rammagerðarinnar þar með talið í Leifsstöð.

Nýju vélarnar eru frá Ítalíu og vegna covid-19 töfðust vélarnar um  3 – 4 mánuði en eru nú komnar vestur í hús.

Sætt og Salt framleiðir 3 tegundir af dökku súkkulaði, 1 tegund af hvítu súkkulaði og 1 tegund af rjómasúkkulaði að viðbættum fræjum, berjum og saltflögum.  Á hátíðardögum er sérframleiðsla á hvítu súkkulaði í tengslum við jól, páska og haustið þar sem notuð eru til að mynda fersk aðalbláber í framleiðsluna.

DEILA