Strand­veiðibát­um fjölgar umtalsvert milli ára

Smábátar í höfninni á Vatneyrinni á Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nú þegar strandveiðitímabilið er tæplega hálfnað er búið að veiða um 4.900 tonn­um frá því að tíma­bilið hófst í maí og eru það rétt rúm­lega 44% af þeim 11.100 tonn­um sem strand­veiðibát­um hef­ur verið út­hlutað í sum­ar.

Þessi 11.100 tonn skiptast þannig að þorskur er 10,000 tonn, ufsi 1000 tonn og 100 tonn eru gullkarfi.

Fleiri bát­ar eru á strand­veiðum í ár held­ur en verið hef­ur undanfarin ár, en 614 bát­ar hafa landað afla á þessu ári í fyrra voru þeir 555 og árið þar áður 483.

Tveir mánuðir, júlí og ág­úst, eru eft­ir af tíma­bil­inu ásamt þeim dögum sem kunna að vera eftir í júní.

DEILA