Ísafjörður: Sólborg sumaropnun kostar 6,4 m.kr.

Sólborg Ísafirði. Mynd: Tinna Ólafsdóttir.

Ákveðið hefur verið að gæsluvöllurinn Sólborg verði opin í 4 vikur í júlí,  frá 6. – 31. Bæjarráðið samþykkti það í morgun á fundi sínum.  Er verið að koma til móts við foreldra vegna covid 19 faraldursins.

Vikugjald fyrir 8 klst gæslu á dag verður 7.500 kr. fyrir hvert barn.

Kostnaður við opnun er áætlaður 1.575.000 kr. Launakostnaður 9 starfsmanna verður 4.787.060 kr.  Heildarkostnaður er því áætlaður kr. 6.362.060 kr.

Gert er ráð fyrir 9 starfsmönnum þar sem mikið verður af mjög ungum börnum í
gæslu og einnig er gert er ráð fyrir hvíld fyrir börnin sem krefst fleiri starfsmanna en við
gæslu eingöngu segir í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráðið.

Kostnaði verður mætt með lækkun handbærs fjárs sem nemur 6.362.060, kr og lækkun afkomu sem því nemur.

 

DEILA