Ísafjörður: lifnar yfir veitingasölu

Sigurður Arnfjörð. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Veitingasalan varð hart úti í kórónaveirufaraldrinum. Stöðunum var lokað að fullu í margar vikur og síðan starfsemi mátti hefjast aftur hafa verið takmarkanir bæði varðandi fjölda gesta og opnunartíma.

Bæjarins besta leit inn á Edinborg Bistró í gærkvöldi ræddi við Sigurð Arnfjörð framkvæmdastjóra staðarins. Hann sagði að síðustu mánuðir hefðu verið með erfiðasta móti, en vissulega væri vetrarmánuðirnir eftir áramót almennt þungir.  Sigurður sagði að þó væru komin skýr merki um að rofað hefði til. Nefndi hann sem dæmi að salan síðustu 6 daga hefði verið jafnmikil og sömu daga á síðasta ári. Það væri ekki slæmt og var Sigurður brosmildur við störf sín.

DEILA