Ísafjörður: Harmonikusýning opnuð í gær

Í gær opnaði Byggðasafn Vestfjarða sýningu að Hafnarstæri 8 á Ísafirði ( Finnsbúð) þar sem harmonikur úr safni Ásgeirs S. Sigurðssonar verða til sýnis. Um 35 harmonikur úr safninu eru til sýnis en alls eru liðlega 220 harmónikur í því. Sýningin er sett upp til heiðurs minningu þeirra hjóna, Ásgeirs og Messíönu Marzellíusardóttur sem árið 2008 færðu Byggðasafni Vestfjarða harmonikusafnið af gjöf.

Það var Finney Rakel Árnadóttir, verkefnastjóri sem bauð gesti velkomna og opnaði sýninguna. Hún hefur umsjóm með sýningunni og sagði Finney að sýninin yrði opin í sumar frá 1 – 5 alla virka daga. Hún sagði að leitað hefði verið til fyrirtækja í bænum til þess að safna fyrir kostnaði við sýninguna og hefðu þau brugðist mjög vel við.

Félagar í Harmonikufélagi Vestfjarða  mættu vel til opnunarinnar og tríóið góðkunna Villi Valli, Magnús Reynir og Baldur Geirmundsson spiluðu fyrir gesti af mikilli list.

DEILA