Ísafjörður: fjölmenni á kosningafundi Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hélt kosningafund í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Mæting var mjög góð og voru um 80 manns á fundinum. Fundarstjóri var Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi. Forsetaframbjóðandinn hélt stutta framsögn og reifaði nokkur áherslumál sín og svaraði að því loknu fyrirspurnum úr sal.

Fundargestir sýndu ánægju sína í fundarlok með með góðu lófataki.

Í gærkvöldi var kynnt ný könnun Gallup sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið. Samkvæmt henni fær Guðni Th Jóhannesson 93,5% fylgi í forsetakosningunum á laugardaginn og Guðmundur Franklín Jónsson fær 6,5% fylgi.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA