Ísafjarðardjúp: mokveiði af rækju

Valur ÍS landaði í gærkvöldi á Ísafirði 9 tonnum af rækju sem veiddist í innanverðu Djúpinu. Að sögn Haraldar Konráðssonar fékkst aflinn í sex holum og sagði hann rækjuna vera stóra og góða. Áætlað var að um 240 – 250 rækjur væru í kg. Aflinn fékkst utan við Mjóafjörðinn og út af Þernuvíkinni. Aflinn fór til vinnslu í Kampa. Á yfirstandandi vertíð má veiða um 600 tonn.

Haraldur Konráðsson, skipstjóri.
Aðalsteinn Ásgeirsson aðstoðaði við löndunina. Eins og sjá má er rækjan stór og falleg.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA