Ísafjarðarbær: Kristján Svan Kristjánsson ráðinn byggingarfulltrúi

Kristján Svan Kristjánsson hefur verið ráðinn sem byggingarfulltrúi á tæknideild umhverfis- og eignasviðs og mun hann hefja störf þann 4. ágúst næstkomandi.

Kristján lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ haustið 2001.

Hann stundaði nám við tækniteiknun í Iðnskólanum í Hafnafirði 2004-2005, byggingariðnfræði 2008-2010 við Háskólann í Reykjavík og Rekstrariðnfræði við sama skóla árið 2011.
Árið 2013 lauk hann B.Sc. gráðu í byggingafræði og hefur jafnframt lokið námi til löggildingar mannvirkjahönnuða.

Undanfarin ár hefur Kristján starfað sem byggingafræðingur hjá VA-arkitektum en áður starfaði hann m.a. sem tækniteiknari/iðnfræðingur hjá Úti og Inni arkitektum.

DEILA