Ísafjarðarbær: jákvæð umsögn um frummatsskýrslu Arnarlax

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fékk í gær umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, um mats á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, um framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári en Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn bæjarfélagsins.

Bæjarráðið bókaði að það tæki undir umsögn skipulagsfulltrúa. Þar kemur fram að í skýrslunni sé framkvæmdinni vel lýst og þeir valkostir sem fyrir liggja. Umhverfi, lífríki og áhrifum eldisins séu gerð góð skil. Þá séu ítarlegar vöktunaráætlanir.

Þrjú atriði er talin þörf á að kanna frekar. Það eru:

-búseta ábyrgðarmanns viðbragsáætlana í Noregi og þjóðerni hans eru sögð óheppileg

-þörf er á frekari upplýsingum um aðgerðaráætlun vegna fárvirðris og ísingar, olímengunar og slysasleppingar.

-óskað er eftir frekari upplýsingum um mannaflsþörf sjókvíaeldisins og eins upplýsingum um tækninýjungar sem hugsanlega muni fækka störfum og loks er spurt hvort vinnslan á afurðunum verði á norðanverðum Vestfjörðum eða ekki.

DEILA