HSV könnun: ánægja almenn en meiri ölvun fyrir vestan

HSV hefur kynnt niðurstöður í ánægjuvog ÍSÍ og UMFÍ. Það var Margrét Lilja Guðmundsdóttir sem kynnti niðurstöðurnar sem unnar voru á vegum Rannsókna & greiningar í Háskólanum í Reykjavík.

Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar kemur m.a. fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfir með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna.

Margrét Lilja segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti íþróttastarfsins. Bæði í þágu lýðheilsu og sem forvarnargildi.

Alls voru 51 einstaklingur sem að tóku þátt í könnuninni hjá HSV, 28 strákar (48%) og 31 stelpa (52%) úr 8.,9. og 10. bekk í grunnskóla. Á landinu öllu voru þátttakendur 4.329 í umræddri könnun.

Almennar niðurstöður

Daglegar reykingar, rafrettunotkun, munntókbaksnotkun, neftóbaksnotkun, ölvun einu sinni eða oftar um æfina eða síðustu 30 daga er algengari meðal þeirra sem ekki stunda íþróttir með íþróttafélagi en meðal þeirra sem stunda íþróttir einu sinni í viku eða oftar.

Gefa þesar niðurstöður skýrar vísbendingar um gildi íþróttaiðkunar.

HSV niðurstöður

Þegar könnunin er greind eftir svörum þeirra sem eru innan HSV eru megindrættir svipaðir og í heildarniðurstöðunni. Hins vegar eru atriði sem skera sig úr varðandi HSV.

Rafrettunoktun er mun meiri meðal vestfirsku ungmennanna. 60% þeirra sem ekki stunda íþróttir hafa notað rafrettu en aðeins 29% ungmennanna í heild. Þá eru einnig fleiri íþróttaiðkendur fyrir vestan sem hafa notað rafrettu en í heildarúrtakinu 23% á móti 18%.

Meðal þeirra svarenda innan HSV sem ekki stunda íþróttir reyndust 40% hafa orðið ölvuð um ævina en landmeðaltalið var aðeins 11%.

 

Þá voru  einnig hærri tölur um tókbaksnotkun og maríjuananotkun innan HSV en meðal þátttakenda  í heild þótt ekki muni miklu.

DEILA