Gallup: Sjálfstæðisflokkur stærstur í Norðvesturkjördæmi

Haraldur Benediktsson verður áfram 1. þingaður kjördæmisins samkvæmt Gallup könnuninni.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis í Norðvesturkjördæmi og mælist flokkurinn með 25% fylgi í síðustu könnun Gallup. Vinstri grænir eru komnir upp í annað sætið í kjördæminu og eru með 16% fylgi. Miðflokkurinn hefur dalað verulega ogg fær nú 15% fylgi. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fá 11% fylgi hvor flokkur og Píratar mælast með 10% fylgi. Flokkur fólksins er með 6% fylgi, Viðreisn 4% og Sósílaistaflokkurinn 2%.

Samkvæmt þessu myndu kjördæmaþingsætin sjö skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum og fimm flokkar fá eitt þingsæti hver. Það eru Framsoknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Píratar.

Þetta þýðir að Sigurður Páll Jónsson og Halla Signý Kristjánsdóttir myndu missa þingsæti sitt. Mögulega gæti Sigurður Páll fengið jöfnunarþingsæti eins og hann gerði 2017. Þá kæmi inn nýr þingmaður úr röðum Pírata.

Snúið er að úthluta jöfnunarþingsætinu þar sem þá þarf að skoða fylgi flokkanna í öllum kjördæmum en þrír flokkar virðast eiga möguleika á því. Það er þriðji maður Sjálfstæðisflokksins, 2. maður Miðflokksins og 2. maður Vinstri grænna.

Vinstri grænir bæta við sig

Vinstri grænir hafa bætt stöðu sína  frá febrúarkönnun Gallup og aukið fylgi sitt um 3% og er að nálgast fylgi sitt í Alþingiskosningunum sem var nærri 18%. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa bætt mestu við sig síðustu mánuði eða 4% hvor flokkur. Miðflokkurinn hefur tapað mestu fylgi frá febrúarkönnunni og hefur misst 7%, fallið úr 22% í 15%. Framsóknarflokkurinn stendur frekar veikt í kjördæminu og missir 2% frá febrúar til maí og er aðeins með 11% fylgi í könnuninni.

DEILA