Edinborgarhúsið: troðfullt hús á tónleikum Helga Björns

Mugison og Helgi saman á sviðinu.

Edinborgarhúsið var troðfullt í kvöld á tónleikum Helga Björns og reiðmanna vindanna. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta voru um 300 manns á tónleikunum. Mugison spilaði nokkur lög og segja má að þeir Vestfirðingar hafi náð salnum með sér og tóku gestir vel undir með þeim í lögum kvöldsins.

Helgi og Árni í sveiflu.
Setið var í salnum hvar sem sæti var að fá.
Helgi Björns og reiðmenn vindanna.

Helgi tók lög með BG og Ingibjörgu eins og hann hafði boðað en fékk Árna Sigurðsson til þess að koma upp á svið og syngja lag með reiðmönnum vindanna, en um tíma hét hljómsveit Baldurs BG og Árni.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson

DEILA