Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 23 & 24

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 23 & 24 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Búið er að keyra neðra og efra burðarlagið í veginn í göngunum og byrjað að leggja út fyrra lagið af malbiki. Byrjað var að leggja malbik við enda vegskálans í Arnarfirði og í lok viku 24 var búið að leggja rúma 3,3 km en í heildina verða malbikaðir 5,8 km. Haldið var áfram með að setja upp festingar fyrir skilti í göngunum og ídráttarrör að þeim fyrir rafmagn.

 

Búið er að tengja 11 kV strenginn við rafmagn í Arnarfirði og rafmagn er komið á í göngunum. Fjórir blásarar voru settir upp við eitt tæknirýmið í göngunum og þeir tengdir við rafmagn. Haldið var áfram að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og stýristrengi meðfram hægri vegöxl og í tæknirýmin. Verið er að koma fyrir fjarskiptaskápum og öðrum búnaði í tæknirýmin og tengja. Vinna hélt áfram við uppsetningu á festingum fyrir strengstiga og strengstiganum sjálfum sem mun liggja eftir endilöngum göngunum og í útskotum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá uppsetningu á blásara og útlögn á malbiki.

DEILA