Bolungavík: Söngnámskeið hjá Regínu Ósk

Í tengslum við markaðshelgina í Bolungarvík verður haldið söngnámskeið í Félagsheimili Bolungarvíkur á vegum Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Regína Ósk, söngkona, en meðleikari er Tuuli Rähni, píanókennari.

Námskeiðið verður haldið  föstudaginn 3. júlí 2020 og hefst kl. 13:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Skráningargjald á námskeiðið er 5.500 kr. og skráning fer fram gegnum netfangið selva@bolungarvik.is og síma 863 5286.

Námskeiðið er ætlað 9 ára og eldri. Nemendum býðst að syngja á söngtónleikum markaðshelgarinnar á laugardeginum.