Bolungarvík: Sjómannadagurinn 2020

Sjómannadagshelgin í Bolungarvík verður með breyttu sniði í ár vegna COVIDfaraldursins.

Almennt eru gestir beðnir um að virða 2 metra regluna og fylgja tilmælum Björgunarsveitarinnar Ernis sem annast gæslu.

Dorgveiðikeppni og leiksýning eru fyrir 16 ára og yngri, mælst er til þess að systkin aðstoði hvert annað og aðeins einn fullorðin komi úr fjölskyldu ef þörf er á.

Fjölskyldusöngleikurinn Bakkabræður sýndur 6. júní 2020 kl. 12:00 við Félagsheimili Bolungarvíkur.

Vegna takmarkana verða sýningargestir að fylgja fyrirmælum sem gefnar verða í upphafi sýningarinnar en sýningin er í boði Bolungarvíkurkaupstaðar.
Fremst við sviðið á leiksýningu verður svæði fyrir 16 ára og yngri en lengra frá sviðinu verða svæði með 2 metra reglu.

Sædýrasýning verður á höfninni um sjómannadagshelgina.

Þar er að finna steinbít, þorsk, kola, marhnúta, ufsa og fleiri fisktegundir.

Almennt eru gestir beðnir um að virða 2 metra regluna.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!