Arnarlax: breyting á starfsleyfi í Arnarfirði

Frá fiskeldinu í Hringsdal. Mynd: Arnarlax.is

Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Arnarfirði.  Fyrirtækið sækir um styttingu á hvíldartíma eldissvæðis. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir hvíldartíma allt að 6-8 mánuði milli kynslóða af eldislaxi og var það sá tími sem gerð var grein fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Breytingin gerir ráð fyrir að hvíldartíminn geti styst niður í 90 daga nema að vöktun og rannsóknir eldissvæðisins við hámarks álag gefi til kynna að hvíla þurfi lengur.

Skipulagsstofnun mat það svo með ákvörðun þann 11.desember 2019 að breytingin þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Var það mat stofnunarinnar eftir að hafa kallað eftir umsögnum frá Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun metur það svo að breytingin þýði fyrst og fremst að álag aukist  á botndýralíf og ástand sjávar á tilteknum svæðum sem og mögulega aukinni hættu á að fisksjúkdómar og sníkjudýr nái fótfestu í eldiskvíum með mögulegum áhrifum á villta laxfiska í nágrenni fiskeldis. Er það mat stofnunarinnar að vöktun og aðgerðir sem rekstraraðili muni fara í vegna styttingarinnar muni leiða af sér að stytting hvíldarinnar muni valda verulegum óafturkræfum umhverfisáhrifum.

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytinguna og skulu þær vera skriflegar.  Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 13. júlí 2020.

DEILA