Beinar útsendingar í íþróttum

Ingólfur Þorleifsson og Ragnar H. Sigtryggsson handsala samkomulagið.

Á þjóðhátíðardaginn handsalaði Viðburðastofan samstarf við Körfuknattleiksdeild Vestra um að sýna beint frá öllum leikjum meistaraflokka deildanna, bæði karla og kvenna.

Karfan teflir fram bæði karla og kvennaflokki í vetur og mun Viðburðastofan sýna alla leikina beint ásamt viðtölum og fleira.

„Það má með sanni segja að það verði nóg að gera í beinum útsendingum næsta árið, en við erum þá með 5 deildir á okkar snærum og telst okkur til að á milli 60 og 70 kappleikir verði sýndir í beinni útsendingu.

Það er ótrúlega gaman að geta tekið þátt í þessu með deildunum og auka sýnileika meistaraflokka á Vestfjörðum. En mikil og löng hefð er fyrir útsendingum héðan af svæðinu, sem jakinn.tv hóf hérna fyrir all nokkru síðan og á undan flestum á landinu.“ segir Ragnar Heiðar Sigtryggsson forsvarsmaður Viðburðarstofunnar.

Einnig var handsalað við Íþróttafélagið Hörð samkomulag um að sýna alla leiki þeirra í 4. deildinni.

Þar með mun viðburðastofan sýna frá eftirfarandi deildum:

Vestri knattspyrna
Vestri karfa kk
Vestri karfa kvk
Hörður fótbolti
Hörður handbolti

 

Hægt að gerast áskrifandi á rás Viðburðarstofunnar  á Youtube hérna: https://bit.ly/2Cib5JJ

DEILA