Vesturbyggð: 10 m.kr. jákvæður rekstur 2019

Ársreikningur 2019 fyrir Vesturbyggð hefur verið samþykktur í bæjarstjórn. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar varð jákvæð um 10 millj. kr.  og batnaði frá 2018 um 106 m.kr.

Fjárfest var á árinu fyrir 97 millj. kr. í fastafjármunum. Stærstu framkvæmdir voru 82 m.kr við hafnargerð, þar af var hlutur sveitarfélagsins 30 m.kr. ; 56 m.kr. framkvæmd við ofanflóðavarnir, þar sem hlutur sveitarfélagsin svar 6 m.kr. Framkvæmt var við ljósleiðara fyrir 31 m.kr. og þar af greiddi sveitarfélagið 4 m.kr. á var framkvæmt fyrir 19 m.kr. við grunnskóla og 11 m.kr. við vatnsveitu.

 

Tekin voru ný lán á árinu 2019 fyrir 130 millj. kr.  Afborganir langtímalána námu 150 millj. kr.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 2.551 millj. kr. í árslok 2019. Skuldir A hluta námu í árslok 2019 1.514 millj. kr.  Heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.018 millj. kr. og höfðu hækkað um réttar 45 millj. kr. frá árinu 2018.

Skuldaviðmið var 105% í árslok 2019 og hafði lækkað um 4% frá árinu 2018.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 532 millj. kr. í árslok 2019 og var eiginfjárhlutfall 20,9% og er óbreytt frá árslokum 2018.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 138 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 5,7 millj. kr. en var 3,7 millj. kr. árið áður.

 

Í skýrslu bæjarstjóra og bæjarstjórnar segir að Covid-19 heimsfaraldurinn muni hafa veruleg áhrif. Vænta megi þess að áhrif á rekstur sveitarfélagsins verði umtalsverð m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda.