Tindar í Hnífsdal fá nýjan björgunarbíl

Á dögunum fékk björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal afhentan nýjan björgunarbíl af gerðini Mercedes Benz Vito.

Bifreiðin er spánný og keypt af Öskju bílaumboði. Bílinn er búinn öllum þeim búnaði sem björgunarsveitarbíll þarf að hafa svo sem vinnu- og forgangsljósum, sírenu, fjarskiptatækjum GPS tæki og spjaldtölvu.

 

Bíllinn er í afar áberandi appelsínugulum lit og að auki eru endurskinsmerki mjög áberandi, allt til þess að auka öryggi björgunarsveitafólks sem starfar á og við bílinn.

Bíllinn er merktur hjá Logoflex og rafmagnsvinna var i höndum Rafsala á Siglufirði.

Bíllinn kemur i stað eldri bíls sveitarinnar sem hefur verið seldur til Björgunarsveitarinnar Jökuls á Jökuldal.

Til stendur að „vígja“ bíllinn þegar ástandið i þjóðfélaginu hefur komist i eðlilegt horf auk Helgu Páls, nýs björgunarbáts sveitarinnar sem keyptur var i fyrra.

Fullt verð á bílnum er um 13 milljónir króna en björgunarsveitir fá tolla og virðisaukaskatt endurgreiddan af tækjum til björgunarstarfa.

Fjármögnun er langt komin og er sveitin í lokaátaki í fjáröfluninni  fyrir kaupunum og er leitað til fyrirtækja og almennings til þess.

DEILA