Strandveiði: Þorskverð á uppleið

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga.

Um miðjan maí ríkti svartsýni hjá útgerðarmönnum línu og handfærabáta. Óslægður þorskur af línu seldist á 202 Kr/kg og á færi var verðið 149 Kr/kg.

Öllu léttara var yfir mönnum í lok uppboðs síðustu daga. Þorskur af línu gaf 306 Kr/kg og handfæri 275 kr/kg.

Það er vonandi að verð haldi áfram að hækka, enda nokkuð í land að það nái sömu upphæðum og fyrir ári þegar það var vel yfir 300 krónur

DEILA