Strandveiðar að hefjast – Þorskverð aldrei lægra

Fyrsti dagur strandveiða 2020 verður mánudagurinn 4. maí. Þá geta þeir hafið veiðar sem fengið hafa til þess leyfi Fiskistofu.

Reglugerð um veiðar er að mestu samhljóða frá í fyrra að undanskildu ákvæði um bann við róðrum á rauðum dögum er ekki í gildi þetta árið.

Í maí bætist við einn dagur, uppstigningardagur 21. maí. Í júní bætast við 2 dagar, annar í hvítasunnu sem er fyrsti dagur mánaðarins og þjóðhátíðardagurinn sem nú ber upp á miðvikudag.
Þá bætist við einn dagur í ágúst, frídagur verslunarmanna, mánudagurinn 3. ágúst

Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða – ákvæði um strandveiðar. Landssamband smábátaeigenda bindur miklar vonir við að það tryggi strandveiðar að lágmarki 48 veiðidaga sem hægt verði að nýta yfir lengri tíma en þá 4 mánuði sem verið hefur.

Verð á óslægðum þorski á markaði var í gær 175 kr sem er lægsta verð sem af er árinu en meðalverð hefur verið rúmar 300 krónur frá áramótum

DEILA