Strandabyggð: jafnræði þarf í grásleppuveiðum

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti tillögu atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefndar sveitarfélagsins  og ákvað að skrifa erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að endurskoða útreikninga á stofnstærð grásleppu.

stöðvun kom illa við jaðarsvæði

Þar verður lögð áhersla á að mikilvægt er að jafnræði sé gætt á milli landshluta og því þurfi að taka fyrirkomulag grásleppuveiða til gagngerðar endurskoðunar. Jafnframt er hörmuð  skyndilega stöðvun grásleppuveiða í ár, sem hafi komið fram með of skömmum fyrirvara. „Slík aðgerð kemur afar illa við smáar útgerðir og verkanir á viðkvæmum jaðarsvæðum.“ segir í samþykktinni.

Grásleppuveiðar voru hafnar á Ströndum og hafði veiðst vel þegar sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðarnar. Vegna göngumynsturs grásleppu kemur hún fyrst að landinu norðan- og austantil og þá þeim svæðum höfðu veiðar gengið sérstaklega vel. Veiðarnar voru skemmra komnar vestar ´alandinu og sums staðar ekki hafnar.

Samkvæmt yfirliti Fiskistofu höfðu veiðst 620 tonn í Strandasýslu þegar veiðarnar voru  stöðvaðar. heiladrveiðin var þá komin yfir 4.000 tonn. Á Drangsnesi höfðu 11 bátar landað 378 tonnum. Á Hólmavík lönduðu 6 bátar 225 tonnum og í Norðurfirði hafði verið landað 17 tonnum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!